Meðferðarprógram 06. til 10. oktober 2017.
Intensivt meðferðarprógramm í samvinnu Upledger á Íslandi og Integrative Intentions http://www.integrativeintentions.com/ verður haldið á Mývatni. Meðferðarprógrammið er 5 dagar og meðhöndlað er hálfan dag á bekk og hálfan dag í Jarðböðunum. Grunn meðferðarformið er höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og sálvefræn vinna, en auk þess er boðið upp á aðrar nálganir eins og Visceral manipulation, Neural manipulation, nálastungur o.fl.
Á prógramminu eru ca. 8 til 12 meðferðarþegar og eru hver meðferðarþegi meðhöndlaður af 2 til 3 meðferðaraðilum í einu. Meðferðarþegar og meðferðaraðilar koma allstaðar að úr heiminum á prógrömmin. Meðferðin er markviss frá degi til dags til að ná heildrænum árangri, líkamlegum og tilfinningalegum.
Algeng vandamál sem fólk kemur til að vinna með er stoðkerfisvandamál, áfallameðferð, höfuðverkir/mígreni, fatlanir, svima og jafnvægisvandamál, ná betri tengslum við sjálfan sig, og margt fleira.