Upledger á Íslandi kennir nú nám í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, Barral Visceral Manipulation og Neural Manipulation og AIHE. Skyldufögin í skólanum eru fimm, CST1, CST2, SER1, SER2 og ADV1. Hægt verður að klára þau á minnst tveimur árum. Einnig veður skylt að taka tæknipróf á síðari hluta námstímans.
Eftir hvert skyldunámskeið verða eftirfylgnidagar. Þar verður þekking á námsefninu dýpkuð undir leiðsögn kennara. Eftirfylgnin er einnig opin fyrir eldri nemendur sem lært hafa skyldufögin en vilja fá leiðsögn og upprifjun, undir handleiðslu kennara.